Leita í fréttum mbl.is

Viðbót um unglingalandsmótið.

Halló öll.

Ég var að ræða við hann Einar Haralds um fyrirkomulagið í ár varðandi kostnaði foreldra en það er að ekki komið á hreint. Það vantar einhvern//einhverja til þess að halda utan um skráningu og fleira varðandi mótið í sumar. Svo ef það eru einhverjir ofurhugar í þessum hóp sem að vilja hjálpa mér við þetta verkefni þá endilega látið mig vita. 

Það á að gera peysur og það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að taka að mér að taka við skráningum fyrir mótið, því það vantar að vita hvað á að gera margar peysur og í hvaða stærðum.

Eins og undanfarin ár þá geta börnin okkar tekið þátt í öllu sem þeim langar. Ég var að leita uppi hvað verður í boði en það er ekki komið inná síðu umfí eða unglingalandsmótsins. 

Ég ætla að biðja ykkur um að koma þessum skilaboðum á milli ykkar og ég vil eins og Jón biðja ykkur um að segja hvort þið komið eða ekki, svo að við vitum að þið séuð búin að lesa þessi skilaboð.

Ég ætla að setja tímamörk á ykkur til að láta vita af ykkur áður en ég fer að hringja út, en ég mun gera það eftir ca. 2 VIKUR eða mánudaginn 21. júní vil ég vera búin að fá að vita hverjir koma eða koma ekki. 

Mín reynsla af þessum 2 skiptum sem við höfum farið. Þetta er frábær skemmtun og rosalega gaman fyrir börnin okkar að taka þátt. Mínir drengir 2 bíða mjög spenntir eftir því að fara í ár.  Og ég mæli með því að allir sem geta komið komi eða ef barninu langar og einhver getur tekið það með og þið hafið ekki færi á því að koma, að lofa því að koma. Mér finnst þetta mót vera eitt besta hópefli sem að við höfum gert með þessum drengjum, sem að hafa verið að fara undanfarið 2 ár. Því þarna eru þeir saman í 3-4 dag og kynnast hver öðrum betur en bara á æfingum. Ég man að í fyrra þá vorum við mjög nálægt hvert öðru og þá drengirnir voru að hlaupa á milli tjalda og safnast saman í spil og aðra leiki. Við foreldrarnir áttum líka mjög góðar stundir og á þessum 2 árum höfum við náð að kynnast mjög vel. Ég segi fyrir mig að þetta er eitt af því skemmtilegasta sem að við gerum með okkar börnum. 

Endilega kvittið hérna fyrir neðan annað hvort undir þessa grein eða greinina hans Jóns um það hvort þið komið eða ekki. Þið megið líka senda mér tölvupóst á svandis@svei.is ef ykkur finnst það betra og svo auðvita megið þið líka hringja í mig í síma 421-5363 eða 867-3048.

Ég hlakka til að fara með ykkur í Borganes helgina 30 júlí - 1. ágúst. 

Kveðja Svandís (mamma Kristins og konan hans Sveins liðstjóra.)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við mætum Baldur Ýmir og co

Tinna (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 16:15

2 identicon

kemst ekki er úti ;)

eiður snær (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 16:55

3 identicon

Arnþór Ingi og fjölskylda mætir :)  Við höfum farið á Unglingalandsmót síðustu fjögur árin og ég mæli hiklaust með þessu, þetta er frábær og heilbrigð fjölskylduskemmtun, nóga að gera fyrir krakkana og það þarf aðeins að borga mótsgjald fyrir krakkana sem taka þátt í keppninni, en ekkert fyrir restina af fjölskyldunni og tjaldstæðið hefur alltaf verið frítt líka.  Nú er bara um að gera að drífa sig!  Þið getið skoðað keppnisgreinar á þessari síðu: http://www.umfi.is/unglingalandsmot/keppni/ 

Kv, Heiða.

Heiða Gunnars (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbrandur J. Stefánsson
Guðbrandur J. Stefánsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband