Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
25.1.2008 | 20:19
Póstmót Breiðabliks frestað
Póstmóti Breiðabliks sem halda átti nú um helgina hefur verið frestað.
kv. Unnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 22:49
Póstmót Breiðabliks
Hér er leikjaniðurröðunin og allar upplýsingar fyrir Póstmótið.
Keflavík 7:
Það er mæting kl. 15:45 á sunnudeginum 27. janúar í Smárann í Kópavogi. Það kostar 1500.- krónur. Í Keflavík 7 eru: Máni, Haffi, Kristófer, Óli og Arnór Ingi og Reynir úr 4. flokk. Allir leikir eru á velli 2 og fyrsti leikurinn hefst kl. 16:30 og þátttöku Keflavík 7 lýkur kl. 18:30.
Keflavík 8:
Það er mæting kl. 08:10 á sunnudeginum 27. janúar í Smárann i Kópavogi. Það kostar 1500.- krónur. Í Keflavík 8 eru: Kristinn, Michael, Siggi, Tryggvi, Andri og einn til tveir úr 4. flokk. Allir leikir þeirra eru á velli 1 og hefst fyrsti leikurinn kl. 08:30 og þátttöku Keflavík 8 lýkur kl. 11:00.
Keflavík 9:
Það er mæting kl. 10:50 á sunnudeginum 27. janúar í Smárann í Kópavogi. Það kostar 1500.- krónur. Í Keflavík 9 eru: Eiður, Knútur, Gummi, Arnþór, Sindri og Bjarki. Allir leikir eru á velli 1 og hefst fyrsti leikurinn kl. 11:30 og lýkur þátttöku Keflavík 9 kl. 14:00.
Allir fá miða á æfingu á fimmtudaginn en ef það eru einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband.
kv. Unnar
Bloggar | Breytt 23.1.2008 kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2008 | 21:30
Póstmót Breiðabliks
Það eru skráð 3 lið í mótið um helgina og þau keppa öll á sunnudeginum. Ég talaði við Darrell í dag og hann ætlaði senda mér liðin á tölvutækuformi á morgun. Þannig að þangað til morgun.
kv. Unnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2008 | 09:09
Póstmót Breiðabliks
Póstmót Breiðabliks verður haldið helgina 26. - 27. janúar. Gaman væri nú að senda nokkur lið þangað. Eigum við ekki að geta sent 3 lið. Hvað segi þið? Hverjir komast? Endilega að skrá sig hér!! Hér er linkur á mótið; http://www.breidablik.is/default.asp?cat_id=6&module_id=220&element_id=36761
kv. Unnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.1.2008 | 11:18
Æfing í dag, sunnudag
smá seint, en það er mót í Heiðarskóla í dag og þess vegna fellur æfingin þar niður en verður þess í stað í A-sal kl. 1130 - 1230.
kv. Unnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2008 | 19:02
Halló öll
Sæl öll sömul.
Jæja þá ætla ég (Svandís mamma Kristins) að reyna að virkja þessa síðu. Ég tók að mér að setja inn myndir og hjálpa við að koma skilaboðum hérna inn um mótin og aðrar upplýsingar sem þarf að koma til strákanna. Mig langar að biðja ykkur sem eigið myndir frá mótunum að senda mér þær, þannig að við getum haft myndir af sem flestu, ég mun setja þær hérna inn á síðuna. Ég var að gera tilraun með að setja inn myndir sem Sveinn tók frá mótinu sem var á Sauðárkróki í nóvember. Það stóðu strákarnir okkar sig eins og hetjur, eins og þeir gera alltaf. Þar unnu þeir alla nema Val. Frábær árangur hjá þeim.
Þá voru drengirnir okkar að spila í dag og þar gerðu þeir sitt best og voru flottir eins og alltaf. Þar sem ég hafði ekki tök á því að horfa á þá sem voru í 3 hópnum þá langar mig að heyra frá ykkur sem voru með þeim og jafnvel að fá myndir frá þeim. Takk fyrir góðan dag.
Það er æfing í A-sal á morgun sunnudag.
Ég hlakka til að heyra frá ykkur og ekki vera hrædd við að senda mér línu ef þið viljið koma einhverjum skilaboðum áfram. Ég mun gera mitt besta til að setja upplýsingar hérna inn um leið og þær berast til mín, svo að þeir sem ekki eru á e-mail lista eða sms lista geti nálgast upplýsingar hér.
Kveðja Svandís
E-mailið mitt: davidfry@simnet.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Október 2009
- September 2009
- Október 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Nóvember 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar