Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
13.6.2010 | 13:19
Meira um Unglingalandsmótið.
Kæri foreldri.
Ég hef núna fengið meiri upplýsingar um kostnaðinn vegna þátttökugjalds og peysu. Hver þátttakandi mun fá styrk frá Aðalstjórn Keflavíkur eins og undanfarin ár. Í þetta sinn er kostnaðurinn fyrir þátttökugjald og peysu, 13.000-, en foreldrar munum þurfa að leggja út 5.000-
Svo að ég hafi rétta skráningu á barnið þitt þá langar mig að biðja þig um að senda mér á póst á svandis@svei.is með eftir farandi upplýsingum.
Í hvaða greinum barnið mun taka þátt í. Keppnisgreinar sem eru í boði þetta árið eru: Dans, Frjálsíþróttir, Glíma, Golf, Hestaíþróttir, Knattspyrna, Körfubolti, Motocross, Skák og Sund.
(það er bara eitt gjald greitt og barnið má keppa í þeim greinum sem því langar til að spreyta sig í. Það gæti þurft að velja á milli ef eitthvað stangast á.)
Fullu nafni barnsins, kennitölu barnsins, nafn foreldra, póstfang (e-mail) og gsm númer foreldra. (ef fleiri en eitt barn þá má senda mér upplýsingarnar um öll börnin í einu e-mail ég finn út í hvaða flokki það er. Þið megið alveg senda upplýsingar um systkin sem ekki eru að æfa körfu og ég mun koma þeirri skráningu áleiðis.)
Ég hvet alla til að vera duglega að fylgjast með bloggsíðum barnanna þar sem að nánari upplýsingar koma þar þegar líða fer á sumarið. Og einnig mun ég senda ykkur póst þegar nær dregur með frekari upplýsingum.
Verið dugleg að láta þetta berast á milli ykkar foreldra svo að ég fái nú upplýsingarnar sem fyrst og það verði hægt að búa til nóg af peysum.
Ég minni svo á sumaræfingarnar. Upplýsingarnar um þær eru hér fyrir neðan.
Kær kveðja Svandís
Símar 421-5363 /867-3048
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2010 | 21:06
Sumaræfingar í Heiðarskóla byrja 10.júní 2010
Sælir strákar,
Ákveðið hefur verið að hafa æfingar fyrir ykkur í sumar og vil ég hvetja ykkur til þess að mæta vel á þær. Allar æfingarnar verða í Heiðarskóla í sumar.
Einar Einarsson mun sjá um þessar æfingar og mun Hörður Axel og fleiri verða honum til aðstoðar þannig að þið fáið nóg að gera.
Æfingagjaldið fyrir þessar æfingar fram að Unglingalandsmótinu verður 5000 kr.
Æfingataflan fyrir sumarið lítur svona út:
Þriðjudaga kl.12.00-13.15
Fimmtudaga kl.12.00-13.15
Föstudaga kl.11.00-12.15
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2010 | 16:06
Viðbót um unglingalandsmótið.
Halló öll.
Ég var að ræða við hann Einar Haralds um fyrirkomulagið í ár varðandi kostnaði foreldra en það er að ekki komið á hreint. Það vantar einhvern//einhverja til þess að halda utan um skráningu og fleira varðandi mótið í sumar. Svo ef það eru einhverjir ofurhugar í þessum hóp sem að vilja hjálpa mér við þetta verkefni þá endilega látið mig vita.
Það á að gera peysur og það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að taka að mér að taka við skráningum fyrir mótið, því það vantar að vita hvað á að gera margar peysur og í hvaða stærðum.
Eins og undanfarin ár þá geta börnin okkar tekið þátt í öllu sem þeim langar. Ég var að leita uppi hvað verður í boði en það er ekki komið inná síðu umfí eða unglingalandsmótsins.
Ég ætla að biðja ykkur um að koma þessum skilaboðum á milli ykkar og ég vil eins og Jón biðja ykkur um að segja hvort þið komið eða ekki, svo að við vitum að þið séuð búin að lesa þessi skilaboð.
Ég ætla að setja tímamörk á ykkur til að láta vita af ykkur áður en ég fer að hringja út, en ég mun gera það eftir ca. 2 VIKUR eða mánudaginn 21. júní vil ég vera búin að fá að vita hverjir koma eða koma ekki.
Mín reynsla af þessum 2 skiptum sem við höfum farið. Þetta er frábær skemmtun og rosalega gaman fyrir börnin okkar að taka þátt. Mínir drengir 2 bíða mjög spenntir eftir því að fara í ár. Og ég mæli með því að allir sem geta komið komi eða ef barninu langar og einhver getur tekið það með og þið hafið ekki færi á því að koma, að lofa því að koma. Mér finnst þetta mót vera eitt besta hópefli sem að við höfum gert með þessum drengjum, sem að hafa verið að fara undanfarið 2 ár. Því þarna eru þeir saman í 3-4 dag og kynnast hver öðrum betur en bara á æfingum. Ég man að í fyrra þá vorum við mjög nálægt hvert öðru og þá drengirnir voru að hlaupa á milli tjalda og safnast saman í spil og aðra leiki. Við foreldrarnir áttum líka mjög góðar stundir og á þessum 2 árum höfum við náð að kynnast mjög vel. Ég segi fyrir mig að þetta er eitt af því skemmtilegasta sem að við gerum með okkar börnum.
Endilega kvittið hérna fyrir neðan annað hvort undir þessa grein eða greinina hans Jóns um það hvort þið komið eða ekki. Þið megið líka senda mér tölvupóst á svandis@svei.is ef ykkur finnst það betra og svo auðvita megið þið líka hringja í mig í síma 421-5363 eða 867-3048.
Ég hlakka til að fara með ykkur í Borganes helgina 30 júlí - 1. ágúst.
Kveðja Svandís (mamma Kristins og konan hans Sveins liðstjóra.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2010 | 11:44
Unglingalandsmót UMFÍ um Verslunarmannahelgina
Hæ strákar/foreldrar
Nú styttist í unglingalandsmótið sem verður haldið í Borgarnesi þetta árið.
Við stefnum á að mæta með okkar stráka á mótið eins og undanfarin ár og væri gott ef foreldrar gætu skráð sig hér í athugasemdum hvort þau hyggist mæta eða ekki.
Fyrir þá sem ekki hafa mætt get ég sagt að þetta er alveg ótrúlega gaman bæði fyrir keppendur og foreldra og allir hafa nóg fyrir stafni.
Kv. Jón
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2010 | 11:25
Sumaræfingar hefjast 10.júní 2010
Sælir strákar,
Ákveðið hefur verið að hafa æfingar fyrir ykkur í sumar og vil ég hvetja ykkur til þess að mæta vel á þær.
Einar Einarsson mun sjá um þessar æfingar og mun Hörður Axel og fleiri verða honum til aðstoðar þannig að þið fáið nóg að gera.
Æfingagjaldið fyrir þessar æfingar fram að Unglingalandsmótinu verður 5000 kr.
Æfingataflan fyrir sumarið lítur svona út:
Þriðjudaga kl.12.00-13.15
Fimmtudaga kl.12.00-13.15
Föstudaga kl.11.00-12.15
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Október 2009
- September 2009
- Október 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Nóvember 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar